Innskráning í Karellen

Matsteymi

Matsteymi er hluti af innra mati grunnskóla. Þar fer fram fagleg ígrundun og greining á gögnum um skólastarfið. Mat er lagt á hversu vel tekst að ná þeim markmiðum sem stefnt er að samkvæmt áherslum og viðmiðum sem hafa verið ákveðin af hagsmunaaðilum. Þannig eru gæði skólastarfsins og árangur sem stefnt er að samkvæmt langtímaáætlun metin. Matið veitir starfsfólki skólans aðhald, eykur skilning þess á starfinu og eykur líkur á því að þau finni árangursríkustu leiðirnar til umbóta fyrir börn. Innra mat er samvinnuverkefni alls skólasamfélagsins og allir hagsmunahópar þurfa að koma að helstu þáttum matsferlisins. Skólastjórnendur bera ábyrgð á innra mati en mikilvægt er að framkvæmd og utanumhald þess dreifist á fleiri aðila. Matsteymið er samráðsteymi sem samanstendur af skólaráði en í því ráði sitja fulltrúar allra hagsmunaðila.


Starfsáætlun mats- og umbótateymis Barnaskólans

Verkáætlun um innra mat skólans á skólaárinu felur í sér gagnasöfnun, matsumræðu, matsákvarðanir og umbætur. Megintilgangurinn er að auka sýnileika á því sem vel til tekst, stuðla að jákvæðri skólaþróun, hafa markmið og niðurstöður aðgengilegri fjölskyldum og velja vel mikilvæg umbótaverkefni. Í mats- og umbótaáætlun er að finna, helstu markmið, verkefni og kannanir sem liggja til grundvallar matinu, ábyrgðaraðila og hvenær framkvæmdin á sér stað.

Niðurstöður læsiskannana og lesfimiprófa eru kynntar beint í kjölfar fyrirlagna, unnið er úr þeim með starfsfólki og foreldrum/forsjárfólki. Starfað er eftir viðmiðum frá MMS, læsistefnu skólans og Hafnarfjarðarbæjar. Umsjónaraðili Skólapúlsins leggur fyrir könnun á vegum Skólapúlsins, tekur saman grófar niðurstöður og sendir stjórnendum skólans. Stjórnendur taka þær saman, vinna úr þeim og kynna fyrir hagsmunaaðilum. En stjórnendur skipa umbótateymi skólans. Gátlistar og aðrar skráningar sem við koma matinu eru á þeirra ábyrgð. Slík gögn eru reglulega uppfærð og kynnt.

© 2016 - Karellen