Innskráning í Karellen

Ástundunarreglur Barnaskólans í Hafnarfirði

Ástundunarreglur Barnaskólans taka mið af þeim reglum sem gilda við aðra grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar frá haustinu 2019 sem voru endurskoðaðar í ágúst 2020.
Sjá skjöl hér að neðan:

Ástundunarreglur Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði

Reglur um ástundun í grunnskólum Hafnarfjarðar


Tilkynning um leyfi fyrir barn

Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla, grein 3 og 15, er nemendum skylt að sækja grunnskóla svo öll leyfi sem eru tekin eru á ábyrgð forsjáraðila.

Óski foreldrar eftir leyfi fyrir barn í einn til tvo daga skal beiðni um það berast til umsjónarkennara. Beiðnir um leyfi í þrjá daga eða lengur þurfa að berast skriflega með tveggja daga fyrirvara til skólastjóra á netfangið barnaskolinnhfj@hjalli.is

Athugið að skólinn gefur ekki út sérstakt heimanám eða sérverkefni til nemenda í leyfum eða gerir tilfærslur á námi vegna leyfistöku. Allt nám er á ábyrgð forsjáraðila meðan á leyfi stendur.

© 2016 - Karellen