Frístund Barnaskólans í Hafnarfirði
Yfirumsjón með frístund: skólastýrur
Dagleg umsjón í frístundarstarfi: Aleksandra Wasiewicz
Netfang hjá frístund: fristundhfj@hjalli.is
Sími hjá frístund eftir kl. 13:45: 771-4755
Frístund skólaárið 2022-2023
Upplýsingar um frístund og umsóknir um pláss hafa verið sendar foreldrum og forsjáraðilum með tölvupósti. Umsóknir um pláss í frístund fara í gegnum Völu-Frístund.
Frístundastarf skólans er frá 13:45-16:30.
Hægt er að óska eftir breytingu á vistunartíma í frístund með því að fylla út breytingarumsókn.
Frístundaakstur
Leiðbeiningar um skráningu í frístundaakstur eða breytingu á akstri má finna hér.
Frístundabíllinn gengur frá 28. ágúst til og með 16. desember á haustönn 2022 að vetrarfrísdögum undanskyldum.
Heilsdagsfrístund
Skráð er sérstaklega í lengda viðveru í frístund þessa daga. Opnað verður fyrir skráningu í heilsdagsfrístund á skólaárinu þann 22. ágúst kl. 18:00. Skráning fer fram í gegnum Völu-Frístund sjá leiðbeiningar hér.
Skráning í heilsdagsvistun þarf að berast fimm sólarhringum fyrir hvern heilsdagsfrístundardag. Að undanskildri frístund milli jóla og nýárs skráningu fyrir þá daga þarf að vera lokið fyrir 12. desember.
Í heilsdagsfrístund er opið frá 8:00-16:00 og við erum í skólafötum. Sjá hér dagskrá í heilsdagsfrístund.
Þau börn sem eru skráð í frístund alla jafna geta mætt á hefðbundnum opnunartíma frístundar frá 13:
Heilsdagsfrístund verður í boði eftirfarandi dagsetningar í vetur:
7. nóvember (foreldrasamtöl)
14. nóvember (starfsdagur kennara)
21.-23. desember (jólaleyfi) - enginn frístundaakstur
27.-30. desember (jólaleyfi) - enginn frístundaakstur
2. janúar (starfsdagur kennara) - óvíst með frístundaakstur
27. febrúar (starfsdagur kennara)
10. mars (foreldrasamtöl)
3.-5. apríl (dymbilvika) - óvíst með frístundaakstur
Vinsamlegast athugið að frístund er lokuð alla rauða almanaksdaga, í vetrarfríi og eftirfarandi dagsetningar:
22. ágúst (skólasetning)
7. október (skipulagsdagur)
24. og 25. október (vetrarfrí)
23. og 24. febrúar (vetrarfrí)
19. maí (skipulagsdagur)
6. júní (skólaslit)
Morgunvistun
Hægt er að skrá barn í morgunvistun milli kl. 7:30-8:00. Um er að ræða sameiginlega morgunopnun inni á 5 ára kjörnum þar sem boðið er upp á hafragraut og rólega stund. Starfskraftur tekur á móti börnum í norðurenda hússins og er til staðar fyrir þau. Skólinn opnar kl. 8:00 fyrir börn sem ekki eru skráð í morgunvistun og því er mikilvægt að skrá barn ef foreldrar hyggjast nýta morgunvistun. Öllum börnum sem mæta klukkan 8:00 í skólann stendur til boða að fá hafragraut á 5 ára kjörnum.