Innskráning í Karellen

Hér er að finna helstu upplýsingar um samstarf Barnaskólans við aðra skóla, stofnanir og grenndarsamfélagið


Samstarf við City of London School for Girls

Árið 2018 fór starfsfólk Barnaskólanum í Hafnarfirði í mjög áhugaverða og árangursríka heimsókn til City of London School for Girls. Skólinn stendur fyrir námi 7 - 18 ára stúlkna þar sem rík áhersla er á eftirfarandi þætti:

- kynjaskipta kennslu þar sem eingöngu stúlkur sækja nám við skólann

- jafnréttisnám báðum kynjum til heilla - að láta staðalímyndir ekki hafa áhrif

- byggja upp og styrkja sjálfsmynd og félagsfærni

- hver og ein hefur rödd og er fylgt eftir þangað sem áhugi og geta liggur

- hugmyndaauðgi og læra af mistökum

- markviss hreyfing - boðið upp á margskonar hreyfiþjálfun 6x í viku

- bera ábyrgð á eigin námi með aðstoð og eftirfylgni kennara

Við vorum svo lánsöm að nemendaráð skólans gaf sér tíma til að hitta okkur. Stúlkurnar sem skipuðu ráðinu greindu okkur frá ólíkri upplifun sinni af því að stunda nám í City of London School for Girls og í blönduðum skóla, en flestar höfðu þær reynslu af hvoru tveggja. Vakti það sérstaka athygli okkar hversu meðvitaðar og einlægar þær voru í allri frásögn.

Þegar þær voru spurðar út í hvernig þær upplifðu skólann sinn í samanburði við þann skóla sem þær voru í áður var margt sem vakti athygli okkar og undirstrikar enn frekar ágæti kynjaskiptingar í skólanum okkar.

Hér má sjá brot af því sem þessar flottu stúlkur höfðu að segja:

- When I started in a girl’s school I became more tomboy.

- Að byrja í stúlknaskóla gerði mig að meira „Tom boy “

- When we are not learning with the boys then we learn differently and are not so aware of what they think about our appearances.

- Þegar við erum ekki með drengjum þá lærum við öðruvísi því við erum oft uppteknar af því hvað þeim finnst um okkur og hvernig við lítum út.

- Now we get more attention in our studies because the boys are not disturbing and the teacher attention does not go mostly to the boys.

- Núna fáum við meiri athygli í náminu því drengirnir trufla okkur ekki og athygli kennarans fer ekki að mestu leyti til drengjanna.

- In a mixed school we asked the boys if we could play soccer with them and there answer was often, NO.

- Í blönduðm skóla spurðum við drengina hvort við mættum vera með í fótbolta og oftast sögðu þér NEI.

- In a mixed school we did not always ask if we could play soccer with the boys but we presumed that we could not.

- Í blönduðum skóla þá spurðum við ekki alltaf hvort við mættum vera með heldur gerðum við ráð fyrir því að við mættum það ekki.

- In this school everyone has the same opportunities to do what they want and nearly anything is possible for everyone.

- Í þessum skóla hafa allir jöfn tækifæri til að gera og það er einhvern vegin allt í boði fyrir alla......

- Here we are like in a mixed school but with no boys.

- Að vera í þessums kóla er eins og að vera í blönduðum skóla en án drengja.

Vinkona okkar hún Rachel Hadfield, Head of CLSG Prep Department, greindi okkur frá því hvernig Hjallastefnan vinnur einmitt markvisst með staðalímyndir (e. stereotypes) og mikilvægi þess að kenna börnum að tengja hegðun við einstaklinga en ekki kyn – Að sýna og tjá tilfinningar sínar og/eða að beita valdi og taka sér rými er hegðun sem ætti að vera ókynbundin - En er hún það?

Komandi samstarf á milli skólanna mun efla okkur enn frekar í okkar jafnréttisnámi með stúlkum og drengjum og nýtist okkur ómetanlega í starfi til að fá staðfestingu á því sem við erum að gera vel og gera gott og metnaðarfullt starf ennþá betra.


Samstarf við Leikskólann Hjalla

Samstarf við Leikskólann Hjalla hefur verið sívaxandi síðustu árin þar sem 5 ára starfið flutti yfir í Barnaskólann í Hafnarfirði febrúar 2019. Mikill undirbúningur og samvinna var á milli skóla meðan flutningum stóð og blómstar starfið ennþá. Öll grunnskólabörn eiga gæðastund með vinkonum sínum og vinum á Leikskólanum Hjalla og öfugt. Þá koma verðandi 5 ára börn í heimsókn og fá að taka þátt til dæmis í einum hópatíma, söngfundi eða ávaxtastund.


Samstarf við aðra grunnskóla

Ef foreldrar kjósa að flytja barnið sitt frá Barnaskólanum yfir í annan skóla hefur starfsfólk Barnaskólans ávallt gott utanumhald og samráðsfundi við viðkomandi skóla sem barnið fer í.


© 2016 - Karellen