Innskráning í Karellen

Frístund Barnaskólans í Hafnarfirði


Upplýsingar um frístundaakstur


Hafnarfjarðarbær og Barnaskólinn bjóða fjölskyldum upp á frístundaakstur á æfingar sem hefjast kl. 15:00 og 16:00. Ekið er frá Barnaskólanum alla virka daga, nema í jóla-, páska- og vetrarfríum grunnskólanna. Ekið er á æfingar hjá fjölmörgum félögum og sjást skráð félög inni í frístundarkerfinu Völu.

Starfsmaður frá frístundaheimili er með í hverri ferð og tryggir öryggi barnanna í rútunni og réttan áfangastað. Foreldrar eða forsjáraðilar sækja síðan börnin á æfingastað þegar æfingu er lokið.

Skráning í frístundaakstur

Fer fram í gegnum Völu frístund. Athugið að engin staðfesting berst á skráningu í frístundaakstur en foreldrar geta ávallt séð inni í Völu frístund hvernig barnið er skráð. Foreldrar/forráðafólk bera ábyrgð á að allar upplýsingar séu rétt skráðar. Leiðbeiningar fyrir skráningu í frístundaakstur og breytingu á akstri er að finna HÉR.


Breytingar á akstri

Afar mikilvægt er að allar breytingar á akstri berist réttar boðleiðir svo hægt sé að tryggja öruggt upplýsingaflæði til allra.


Breyting á akstri

Allar breytingar á skráningu í akstur fara fran í gegnum Völu frístund. Athugið að engin staðfesting berst á skráningu í frístundaakstur en foreldrar geta ávallt séð inni í Völu hvernig barnið er skráð. Þetta á t.d. við ef barn hættir að æfa tómstund, skiptir um tómstund eða ef æfingartímar breytast.

Stakt skipti sem barn á EKKI að fara með frístundabíl - MIKILVÆGT

Senda tölvupóst daginn áður eða fyrir kl. 12:00 samdægurs á fristundhfj@hjalli.is og láta vita. Vinsamlegast tilgreinið hvort barnið verði sótt eða það eigi að labba sjálft. Þegar pósturinn hefur verið lesinn og upplýsingar skráðar í Völuna (svo allt frístundastarfsfólk sjái skilaboðin) er tölvupóstinum svarað þar sem kemur fram að skilaboðin séu móttekin.
Þetta á t.d. við ef æfingar falla niður, þá bera foreldrar/forráðafólk ábyrgð á að upplýsa um að barnið eigi ekki að fara með bílnum.

Stakt skipti sem barn á að fara með frístundabíl - MIKILVÆGT

Á við t.d. þegar barn er að prófa að fara í tómstund/íþrótt. Foreldri/forsjáraðili skráir barnið í Völu frístund. Athugið að breyta þarf skráningu aftur eftir að ferðin er farin eigi barnið ekki að fara áfram með bílnum á þessum tíma. Skráning þarf að vera komin fyrir kl. 12:00 samdægurs því við getum þurft að hafa samband við Hópbíla og panta stærri bíl.

Stakt skipti á annan áfangastað/ aðra tómstund en venjulega - MIKILVÆGT

Eigi barn að fara úr bílnum á öðrum stað en venjulega er mikilvægt að foreldrai/forsjáraðili skráir barnið breyttan áfangastað í Völu frístund. Athugið að breyta þarf skráningu aftur eftir að ferðin er farin eigi barnið ekki að fara á þennan stað næst.


Almennt gildir að skráningar/breytingar þurfa að berast fyrir kl. 12:00 samdægurs svo við getum tryggt að upplýsingar séu mótteknar og gert viðeigandi ráðstafanir eftir þörfum.


© 2016 - Karellen