Mánaðarleg gjöld sem allir greiða
Hádegismatur og ávextir 14.200 kr.*
Foreldrasjóður 500 kr. Látið skrifstofu skólans vita ef þið viljið ekki greiða í foreldrasjóð.
Börn sem eiga lögheimili utan Hafnarfjarðar: Kennslugjald er 22.500 kr. á mánuði.
Ekkert skólagjald er innheimt fyrir börn með lögheimili í Hafnarfirði.
*Matargjaldi er dreift jafnt yfir alla mánuði skólaársins og greitt í 10 mánuði.
Staðfestingargjald fyrir skólavist er 20.000 kr. Gjaldið er innheimt að vori og er óendurkræft en gengur upp í matargjöld næsta skólaár.
Gjöld fyrir þjónustu sem valin er fyrir barnið
Dvöl í frístund er skráð fyrir hvern vikudag. Hægt er að skrá barn í frístund:
- 13:45-15:15 - 13:45-16:30
Gjöld fyrir frístund 2022-2023
Dvalargjald
Dvalargjald per mánuð fyrir hverja klukkustund í síðdegisfrístund: 5.200 kr.
Dvalargjald fyrir mánuð í frístund frá 13:45 til 15:15 (1.5 klst. á dag) er 7.800 kr.
Dvalargjald fyrir mánuð í frístund frá 13:45 til 16:30 (2.75 klst. á dag) er 14.300 kr.
Dvalargjald reiknast hlutfallslega sé um mismunandi vistunartíma að ræða eftir vikudögum.
Nónhressing Nónhressing á mánuði: 5.000 kr.
Gjald fyrir nónhressingu er innheimt fyrir öll börn sem eru skráð í síðdegisfrístund. Athugið að gjöld fyrir nónhressingu reiknast hlutfallslega miðað við fjölda daga sem barnið er skráð í frístund.
Morgunvistun - dvalargjöld
Frá kl. 7:30 - 8:00 á 2.600 kr.
Morgunvistun er eingöngu hægt að kaupa heilan mánuð í senn. Boðið er upp á frían hafragraut fyrir börn í morgunvistun. Skráning verður auglýst í ágúst 2022.
Systkinaafsláttur
Hafnarfjarðarbær veitir systkinaafslátt vegna barna í frístund sem eiga annað systkini í frístund eða systkini samtímis í leikskóla eða hjá dagforeldri. Athugið að ekki er sama afsláttarprósenta í frístund og leikskóla. Afsláttur reiknast af almennu dvalargjaldi, fyrir hvert barn umfram eitt. Fyrir yngsta systkini er greitt fullt gjald, en afsláttur veittur.
Fyrir annað systkini 75% afsláttur.
Fyrir þriðja systkini 100% afsláttur.
Fyrir fjórða systkini 100% afsláttur.
Heill dagur í frístundastarfi
Á skipulagsdögum grunnskólakennara og á öðrum leyfisdögum frá 8:00-16:00
1.000 kr. matargjald fyrir börn sem eru skráð í frístund sama vikudag alla jafna
2.500 kr. dvalar- og matargjald fyrir börn sem EKKI eru skráð í frístund sama vikudag
Gjöld fyrir þjónustu utan samnings
1.000 kr. stakur tími eða hlutfall þar af (15 mín. 250 kr.) ef látið er vita af seinkun.
2.000 kr. stakur tími eða hlutfall þar af (15 mín. 500 kr.) ef ekki er látið vita af seinkun.
500 kr. stakir tímar sem samið er um fyrirfram og taka til nokkurra daga.
2.500 kr. dagur í frístundastarfi (þegar grunnskóli er lokaður).
1.800 kr. gjald ef barn er sótt eftir lokun.
Gjaldskrá fyrir börn á 5 ára leikskólakjarna
Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2023
Gjald á mánuði, fyrir hverja dvalarklukkustund á dag: 3.503 kr.
Gjald á mánuði fyrir fyrstu 1/2 dvalarklukkustund á dag, umfram 8 klst. er 4.430 kr.
Gjald á mánuði fyrir fyrstu 1/2 dvalarklukkustund á dag, umfram 8,5 klst. er 4.430 kr.
Gjald á mánuði fyrir fullt fæði: 10.235 kr.
Morgunverður: 2.082 kr.
Hádegisverður: 6.071 kr.
Nónhressing: 2.082 kr.
Systkinaafsláttur er veittur vegna systkina samtímis í leikskóla. Afsláttur reiknast af almennu dvalargjaldi, fyrir hvert barn umfram eitt. Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjaldi. Fyrir yngsta systkini er greitt fullt gjald en eldri börn fá afsláttarkjör sem hér segir:
Fyrir 2. systkini, 75% afsláttur.
Fyrir 3. systkini, 100% afsláttur.
Fyrir 4. systkini, 100% afsláttur.
Tekjulágir foreldrar geta sótt um niðurgreiðslu á leikskólagjöldum hjá Hafnarfjarðarbæ sem nemur 50% eða 75% afslætti á dvalargjaldi (ekki fæðisgjaldi).
Leikskólagjöld í Barnaskóla Hjallastefnunnar fylgja gjaldskrá Hafnarfjarðarbæjar.
Gjöld fyrir þjónustu utan samnings
1.000 kr. stakur tími eða hlutfall þar af (15 mín. 250 kr.) ef látið er vita af seinkun.
2.000 kr. stakur tími eða hlutfall þar af (15 mín. 500 kr.) ef ekki er látið vita af seinkun.
500 kr. stakir tímar sem samið er um fyrirfram og taka til nokkurra daga.
1.800 kr. gjald ef barn er sótt eftir lokun.
Gjaldskrá uppfærð 29. desember 2022.
|
|