Innskráning í Karellen

Forvarnarteymi Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði

Hlutverk og skipan forvarnateymis grunnskólanna skv. aðgerðaráætlun.

1. Teymið skal tryggja kennslu til allra árganga grunnskólans um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sem hæfir aldri og þroska nemenda.

2. Teymið skal leitast við að tryggja samhæfð viðbrögð starfsfólks með tilliti til ólíkra hópa og ólíkra einstaklinga í tilfellum þar sem börn reyna að greina frá ofbeldi og áreitni. Sérstaklega verði horft eftir merkjum um slíkt í tengslum við umfjöllun sem tengist forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

3. Teymið skal vera kennurum og öðru starfsfólki til stuðnings og ráðgjafar varðandi fræðslu og umræðu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og sjá um að tryggja viðunandi þekkingu og þjálfun starfsfólks.

4. Ábyrgðaraðilar teymisins eru skólastjóri og skólaskrifstofa sveitarfélagsins. Skólaskrifstofur skulu fylgja því eftir að innan hvers skóla verði starfrækt forvarnateymi.

Forvarnarteymi Barnaskólans er þannig skipað:

Hildur Sæbjörg Jónsdóttir – skólastjóri og tengiliður við frístund

Ruth Margrét Friðriksdóttir – skólastjóri og tengiliður við frístund

Sigríður Jóna Gunnarsdóttir – deildarstjóri stoðþjónustu

Thelma Björg Árnadóttir – fagstjóri hjúkrunar, tengiliður fyrir skólahjúkrunarfræðing

Hrefna Kristín Ágústsdóttir – kennari og nemi í félagsráðgjöf

Auður Halldórsdóttir – kennari

Súsanna Reinhold Sæbergsdóttir – tengiliður við félagsþjónustu

© 2016 - Karellen