Innskráning í Karellen
news

Skólaslit grunnskólans 6.júní.

01. 06. 2023

Skólaslit Barnaskólans í Hafnarfirði verða þann 6. júní. Við byrjum á Hjallabrautinni en þar munu kennarar afhenda börnunum persónulegar umsagnir og kasta á ykkur góðum kveðjum inní sumarið. Að því loknu munum við ganga saman yfir í Víðistaðakirkju og þar bjóðum við ykkur að gleðjast með okkur við hátíðlega athöfn. Í kirkjunni munu börn og kennarar bjóða gestum uppá söngatriði að hjallískum hætti. Athöfnin mun standa yfir í 30 mínútur og í beinu framhaldi mun foreldrafélagið bjóða uppá skemmtun beint fyrir framan kirkjuna. Hlökkum til að gleðjast með ykkur og ljúka skólaárinu við hátíðlega athöfn að hjallískum sið!

© 2016 - Karellen