Innskráning í Karellen
news

Skólanámskeið og flutningur 5 ára barna haustið 2023.

26. 07. 2023

Barnaskólinn opnar aftur eftir sumarfrí miðvikudaginn 9. ágúst en þá hefst skólanámskeið fyrir verðandi grunnskólabörn. Þriðjudaginn 15. ágúst opnar leikskólaeining skólans en þá mæta 5 ára börnin með sínum kennurum í Hjalla yfir í Barnaskólahúsnæðið. Miðvikudaginn 16. ágúst tekur starfsfólk Barnaskólans alfarið við þessum föngulega hópi barna. Hlökkum til að taka á móti og kynnast nýjum fjölskyldum ásamt betri kynnum við þau sem áður hafa verið með okkur!

© 2016 - Karellen