news

Skólanámskeið fyrir verðandi grunnskólabörn í ágúst - Opið fyrir skráningar

13. 04. 2021

Skólanámskeið Barnaskólans verður haldið 4. – 20. ágúst 2021

Boðið verður upp á skólanámskeið dagana, 4.-20. ágúst fyrir börn fædd árið 2015 og hefja nám á 6 ára kjörnum Barnaskólans í haust. Í boði er að kaupa hálfa eða heila daga viku í senn. Verð fyrir skólanámskeið er hið sama og í öðrum frístundaheimilum Hafnarfjarðar að undanskildu fæðisgjaldi. Hægt er að kaupa viku í senn og velja um heilan dag eða hálfan dag fyrir eða eftir hádegi en opið er milli kl. 8:00-16:00.

Starfinu verður stýrt með gleði og fagmennsku eins og starfsfólki skólans er lagið og að sjálfsögðu verða kunnugleg andlit sem þekkja starfið og börnin í Barnaskólanum. Frekari upplýsingar um dagskrá mun berast þegar nær dregur.

Fyrirkomulagið er sérstaklega hugsað sem undirbúningur fyrir grunnskólagöngu en hér má finna brot af dagskrá frá því í fyrra um sambærilega dagskrá verður að ræða í ár.

Ein vika, heill dagur frá 8:00-16:00 með morgunmat, ávöxtum, hádegisverði og nónhressingu kostar 10.736 kr. Frekari upplýsingar um verð og skráningarform má finna hér!

Dagskrá skólanámskeiðs 4.-6. ágúst 2021

© 2016 - Karellen