Innskráning í Karellen
news

Hraði eða skilningur?

07. 03. 2022

Sjálfvirkur lesari!

Fagmennska í lestrarkennslu svo barn auki við færni sína verður seint umdeild. Lestrarferlið er margþætt og þar spilar ferli umskráningar lykilhlutverk. Umskráning samanstendur af þáttum sem þróast hjá barni hver á eftir öðrum. Ferlið hefst á því að barn lærir að þekkja bókstaf út frá hljóði og þar á eftir þróast færni sem felst í því að þekkja hljóð bókstafa. Ferlið heldur svo áfram. Þegar umskráningarferlið, af öllum þeim þáttum sem það samanstendur af, er komið vel á veg hjá barni þá les barnið algeng orð með sjálfvirkum hætti. Ef eitthvað í ferlinu gengur ekki sem skyldi eru líkur á því að sjálfvirknin verði slök. Slök sjálfvirkni dregur úr skilvirkni lesturs og hefur áhrif á lesskilning því einbeiting fer þá gjarnan í umskráninguna en ekki í innihald textans. Barnaskólinn leggur því mikið upp úr því að lestrarkennslan miði að því að börn nái valdi á sjálfvirkri þekkingu á bókstöfum og hljóðum þeirra. Með öðrum orðum, lestur er ferli, eitt útilokar ekki annað, hraði rétt lesinna orða mun ávallt hafa forspárgildi fyrir frekari færni.

© 2016 - Karellen