staff
Ari Erlingsson
Íþrótta og sundkennari
Ari er fæddur árið 1983 og hóf störf hjá Barnaskólanum í nóvember, 2017. Hann útskrifaðist með Bachelor gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og hefur hann starfað sem íþróttakennari í fimm ár. Hann starfaði í Hlíðarskóla á árunum, 2014 - 2016 og í Reykjaskóla á árunum, 2012 - 2014. Það er óhætt að segja að Ari hafi ástríðu fyrir íþróttum, hvort sem það er að stunda þær, fylgjast með eða kenna þær en hann hefur einnig starfað sem fótboltaþjálfari í þrjú ár með börn á aldrinum, 6 - 12 ára. Ari kennir íþróttir og sundkennslu við Barnaskólann.
staff
Auður Halldórsdóttir
Leikskólakennari
5 ára stúlkur, 5 ára drengir
Auður er fædd árið 1988 og útskrifaðist sem tómstunda og félagsmálafræðingur frá Háskóla Ísland árið 2015. Hún hefur margvíslega reynslu af vinnu með börnum á öllum aldri og unnið í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ, Leikskólanum Ásum sem aðstoðarverkefnastjóri og í félagsmiðstöðinni og frístundarheimilinu í Áslandsskóla, leikskólanum Hjalla og núna í Barnaskólanum sem hópstjóri á leikskólakjarna 5 ára stúlkna .
staff
Birgitta Guðmundsdóttir
Leiðbeinandi
stoðþjónusta
Birgitta hóf störf í Barnaskólanum í febrúar 2015. Hún er fædd árið 1994 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2014. Sumarið 2018 útskrifaðist Birgitta frá Háskóla Íslands með B.A. í almennnum málvísindum og stundar núna fjarnám í M.Ed. í grunsskólakennslu yngri barna. Birgitta starfar sem aðstoðarkennari á yngri kjarna 6-7 ára drengja og einnig í frístund skólans.
staff
Daði Freyr Andrésson
Leiðbeinandi í leikskóla 
5 ára stúlkur, 5 ára drengir
staff
Harpa Björgvinsdóttir
Kjarnastjóri
Harpa Björgvinsdóttir er fædd í Hveragerði árið 1990 og hóf hún störf hjá Hjallastefnunni árið 2013. Lauk hún stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 2010 og með B.A. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Hún hefur starfað með drengjum á 5 ára leikskólakjarna meira og minna síðan þá. Jafnframt hefur Harpa starfsreynslu sem dagmóðir, sinnt umsjónarkennslu 1.bekkjar í Setbergsskóla og þjálfað fimleika barna. Harpa hefur áhuga á útivist og íslenskri náttúru, jóga og tónlist og nýtir hún það gjarnan í starfi sínu með börnum. Starfar hún sem kjarnastjóri á leikskólakjarna 5 ára drengja.
staff
Hildur Sonja Guðmundsdóttir
Sérkennari
stoðþjónusta
Hildur Sonja er fædd 1980 og er uppalin í Reykjavík. Hún kláraði stúdentspróf frá Verzlunarskólanum árið 2000 og lá þá leiðin út fyrir landsteinana þar sem hún bjó í þrjú ár við háskólanám. Hildur Sonja er með MA gráður í almennri sálfræði og MS.c gráðu í afbrotafræði. Hildur Sonja hefur starfað bæði sem stuðningur við einstakling inni í bekk sem og við sérkennslu síðan 2004. Hildur Sonja hóf störf við Barnaskólann í Hafnarfirði í janúar 2012 og er núna hluti af styrkri stoðþjónustu skólans ásamt því að vera með yfirumsjón á öllum lestrarfyrirlögnum.
staff
Hildur Sæbjörg Jónsdóttir
Skólastjóri
Hildur Sæbjörg hefur verið skólastýra Barnaskólans í Hafnarfirði frá árinu 2012. Hóf hún störf sín í Barnaskólanum árið 2008 sem umsjónarkennari og starfaði sem meðstjórnandi frá árinu 2010. Útskrifaðist hún úr Háskóla Íslands með B.A. gráðu í uppeldis - og menntunarfræðum ásamt kennsluréttindum á grunn- og framhaldsskólastigi.
staff
Ingibjörg Thomsen
Sérkennari
stoðþjónusta
Ingibjörg er sérkennslufulltrúi Barnaskólans í Hafnarfirði og meðstjórnandi skólastýru. Hóf hún störf haustið 2012. Hefur hún víðamikla reynslu af kennarastarfinu. Útskrifaðist með B-ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1998. Vann á 1. Skólastiginu frá 1991-2012 og megnið af þeim tíma sem deildarstjóri eldri barna. Hlotið réttindi sem atferlisþjálfari með börnum ásamt því að vinna með TEEACH aðferðarfræði. Einnig hefur hún sótt sér sérnám og sérþekkingu í sérkennslu barna ásamt því að hafa lært að vinna með hugræna tilfinningalega þjálfun og jákvæða sálfræði.
staff
Jörgen Freyr Ólafsson
Leiðbeinandi
Jörgen hóf störf í frístund Barnaskólans, haustið 2017. Jörgen er tvítugur og stundaði nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og hefur einnig starfað sem handboltaþjálfari Hauka í 6. og 7. flokki stúlkna ásamt því að vera sjálfur leikmaður. Íþróttir og handbolti eru stórt áhugamál hjá Jörgen og reynslan hans og kunnátta sem þjálfari kemur sér vel í starfi með börnunum í Barnskólanum. Starfar hann sem leiðbeinandi í samstarfi við umsjónarkennara á yngri kjarna 6-7 ára stúlkna og einnig í frístund.
staff
Kristina Adomaviciute
Leikskólakennari
5 ára stúlkur, 5 ára drengir
Kristina er fædd árið 1979 og er frá Litháen. Fluttist hún til Íslands árið 2002. Útskrifaðist með B.A. gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum ásamt kennsluréttindum sem leikskólakennari á Íslandi frá Háskólanum í Klaipeda í Litháen. Kristina hefur langa starfsreynslu sem leikskólakennari og vann á Arnarbergi sem leikskólakennari og deildarstjóri árið 2003-2011. Hún byrjaði hjá Hjallastefnunni árið 2011 og vinnur í dag í Barnaskólanum á leikskólakjarna 5 ára stúlkna sem kjarnastjóri.
staff
Margrét Elín Egilsdóttir
Umsjónarkennari
Margrét er fædd árið 1977 og hóf hún störf hjá Barnaskólanum haustið 2014. Hún útskrifaðist sem íþróttafræðingur vorið 2008 frá Kennaraháskóla Íslands og er með B.S. gráðu og kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla. Hún hefur bæði starfað sem umsjónarkennari á yngsta stigi og mið stigi í grunnskóla Bláskógarbyggðar. Einnig starfaði hún sem íþróttakennari í Kerhólsskóla og er í dag starfandi þjálfari í handbolta stúlkna. Í Barnaskólanum er hún umsjónarkennari á yngri kjarna 6-7 ára stúlkna.
staff
María Lovísa Magnúsdóttir
Umsjónarkennari
María Lovísa hóf störf hjá Barnaskólanum í Hafnarfirði í ágúst 2015. Er hún fædd árið 1990 og býr í Hafnarfirðinum. Hún er vel kunn hjallastarfinu þar sem hún starfaði áður í 4 ár í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ, bæði sem frístundakennari og umsjónarkennari. María Lovísa er með B.Ed gráðu í grunnskólakennslufræði frá HÍ og með M.Ed gráðu af kjörsviðinu tónlist, leiklist og dans með áherslu á leiklist í kennslu. Einnig útskrifaðist María Lovísa af Myndlistabraut frá FB. Hún starfar sem umsjónarkennari á eldri kjarna 8-9 ára stúlkna.
staff
María Ösp Ómarsdóttir
Afleysing
María Ösp kemur til okkar frá Hjallastefnuleikskólanum Barnabóli á Skagaströnd og starfaði hún þar sem leikskólastjóri á árunum 2015-2018. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í list og verkgreinakennslu árið 2010 á grunn- og framhaldsskólastigi frá Háskólanum í Suð-austur Noregi og starfaði sem grunnskólakennari við Höfðaskóla á Skagaströnd á árunum 2010-2015. Hún sá einnig um frístundastarfið þar og vann sem kennari sérkennslu. María er í stjórnunarnámi við Háskólann á Akureyri eins og er.
staff
Natalía Jakobsdóttir
Umsjónarkennari
Natalía hóf störf hjá Hjallastefnunni árið 2005. Hún er fædd árið 1961 í Úkraínu og útskrifaðist þar sem barnakennari árið 1980. Hún fluttist síðan til Rússlands og stundaði framhaldsnám við Kennaraháskólann í Taganrog og útskrifaðist þaðan árið 1990. Í Rússlandi starfaði hún við kennslu barna í 17 ár, lengst af sem umsjónarkennari við barnaskóla í Rostov on Don. Árið 1999 flutti Natalía til Íslands og starfaði sem leikskólakennari á leikskólanum Laufásborg til ársins 2004, starfaði síðan sem deildarstjóri við leikskólann Álfatún í Kópavogi í eitt ár. Natalía hefur íslensk grunnskólakennararéttindi og hefur starfað undir merkjum Hjallastefnunnar í hartnær 14 ár. Starfar hún sem umsjónarkennari á eldri kjarna 8-9 ára drengja.
staff
Patrycja Klaudia Galicka
Aðstoð í eldhúsi/mötuneyti
Patrycja er frá Póllandi og er fædd árið 1994, hún hóf störf við Barnaskólann í september, 2018. Patrycja er síður en svo ókunnug starfi með börnum en hún starfaði á leikskóla í Póllandi.
staff
Ríkarður James Sparkes
Leiðbeinandi í leikskóla 
5 ára stúlkur, 5 ára drengir
staff
Sigríður Jóna Gunnarsdóttir
Sérkennari
8-9 ára drengir, stoðþjónusta
Sigríður Jóna (Sigga Jóna) er fædd 1979 og lauk B.Ed. prófi frá Háskóla Íslands vorið 2010 af stærðfræðikjörsviði ásamt því að ljúka M.Ed. diplómu í sérkennslufræðum 2015 við sama skóla. Sigga hefur unnið innan Hjallastefnunar í 10 ár sem umsjónakennari, sérkennslufulltrúi og sérfræðingur á miðstöð. Hún tók sér hálft ár í leyfi til að vinna við uppbyggingu skólaúrræðis hjá Vinakoti árið 2017. Sigga Jóna er með réttindi til að leggja fyrir LOGOS (lesblindupróf) sem hún sinnir í grunnskólum Hjallastefnunar. Í vetur mun Sigga Jóna sinna umsjónakennslu fyrir áramót og sérkennslu inn í hóp eftir áramót ásamt LOGOS skimunum og prófunum.
staff
Sigurjón Ívarsson
Matreiðslumaður
Sigurjón Ívarsson er fæddur í Reykjavík árið 1964. Hann er meistarakokkur og lærði á Naustinu. Í gegnum tíðina hefur hann aflað sér reynslu á hinum ýmsu veitingarhúsum höfuðborgarinnar. Í 10 ár vann hann hjá Júmbó samlokum og áður en hann kom til Barnaskólans starfaði hann hjá Kjötbankanum. Sigurjón er mikill fjölskyldumaður og á þrjár dætur sem allar hafa verið í skólum Hjallastefnunnar. Hann stýrir nú blómlegu búi hér á Vífilsstaðatorfunni.
staff
Sæbjörg Erla Árnadóttir
Umsjónarkennari
Sæbjörg Erla er fædd árið 1988 og býr í Hafnarfirðinum. Hún kynntist Hjallastefnunni fyrst árið 2008 þegar hún vann á leikskólanum Velli í Reykjanesbæ. Haustið 2009 fór hún í grunnskólakennaranám og útskrifaðist með B.Ed gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Hí 2012. Frá 2013-1017 vann hún á leikskólanum Hjalla bæði sem hópstóri og sem kjarnastjóri. Haustið 2014 kynntis hún starfinu í Barnaskólanum í Hafnarfirði þegar hún var nemi þar. Sæbjörg útskrifaðist með M.Ed gráðu sem grunnskólakennari með áherslu á stærðfræði árið 2015. Hún hóf störf í Barnaskólanum í Hafnarfirði í ágúst 2017.
© 2016 - Karellen