Innskráning í Karellen

Mentor

Barnaskólinn notar upplýsinga- og námskerfi Mentor fyrir 6–9 ára kjarna. Megintilgangur kerfisins er að auðvelda vinnu kennara og skólastjórnenda, auka möguleika foreldra á að fylgjast með skólagöngu barna sinna og auka þátttöku þeirra í skólastarfinu. Allir nemendur skólans eru skráðir þar og foreldrar/forráðamenn fá í hendur lykilorð sem veitir þeim aðgang að kerfinu. Tölvupóstar, kennsluáætlanir og önnur samskipti milli heimila og skóla fara í gegnum Mentor. Þar er einnig að finna upplýsingar um námsmat og ástundun nemenda. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með inni á Mentor.

Hagnýtar upplýsingar er varða Mentor:


Karellen

Barnaskólinn notar upplýsinga- og vefkerfið Karellen fyrir 5 ára kjarna.

Hagnýtar upplýsingar er varða Karellen:

  • Kerfið heldur utan um mætingu, veikindi og frí. Foreldrar geta tilkynnt barn sitt inn veikt í gegnum kerfið og gert skýringu á veikindunum í texta s.s. flensa, hlaupabóla o.s.frv.
  • Foreldrar geta sent kennurum kjarnans skilaboð. Athugið að allir kennarar sem skráðir eru á kjarnann sjá skilaboðin en ekki einstaka kennari. Eigi aðeins einn kennari að sjá skilaboð frá foreldri má nýta tölvupóst viðkomandi.
  • Myndir eru merktar ykkar barni svo aðrir sjá ekki myndina nema um hópmynd sé að ræða og fleiri börn séu merkt á tiltekna mynd. Athugið að ekki er leyfilegt að deila myndum af öðrum börnum en sínum eigin. Deili foreldrar myndum af öðrum börnum hefur viðkomandi brotið lög um persónuvernd.

Virkja aðgang að Karellen:

Til að foreldrar og aðstandendur geti fengið lykilorð í Karellen þurfa netföng þeirra að vera skráð af viðkomandi skóla barns í Karellen kerfið.

  • Velja innskráningu í Karellen á heimasíðu skóla barnsins (efst uppi í hægri horni síðunnar).
  • Foreldrar skrá sig inn á Karellen vefsíðuna með því að velja innskráningu og velja virkja aðgang.
  • Foreldrar skrá sig inn með netfanginu sem er skráð hjá skólanum.
  • Tölvupóstur ætti að berast innan 10 mínútna með lykilorði og þá skrá foreldrar sig inn með kennitölu og lykilorði.
  • Ef aðgangur fæst ekki skal leita ráða hjá deildastjóra.


Að virkja aðgang að appinu í símann:

  • Þegar foreldrar eru komnir með aðgang í gengum vefsíðu geta þeir sótt sér appið í símann sinn.
  • Appið er aðgengilegt í bæði iOS og Android stýrikerfi. Hægt er að nálagast appið í gegnum Apple store og Google Play.
  • Sjá nánari leiðbeiningar frá Karellen.


© 2016 - Karellen