Innskráning í Karellen
news

Upplýsingatækni og stærðfræði

27. 04. 2023

Við í Barnaskólanum í Hafnarfirði nýtum fjölbreyttar aðferðir í kennslu. Elstu börnin í skólanum hafa fartölvur sem mikið hafa verið nýttar í kennslu. Google docs hefur mikið verið notað og börnin orðin ansi flink í því sem það hefur uppá að bjóða. 8 ára drengir hafa verið að æfa sig í vegalengdum. Verkefni sem þeir leystu var að finna út hversu langt væri frá heimili þeirra eða skólanum að ákveðnum stað í bæjarfélaginu. Einnig fengu þeir síðan að skoða hvað það er langt frá þeirra heimili og að heimili næsta vinar. Þetta verkefni vakti mikla lukku og drengjum þótti heldur spennandi að athuga fjarlægðir og hvaða samgöngumáta þeir gætu nýtt sér til að ferðast á milli staða. Vinir skráðu hjá sér vegalengdina í kílómetrum og umreiknuðu hana síðar í aðrar mælieiningar. Mikil lukka var þegar vinir áttuðu sig á því að þeir búa nálægt hvor öðrum án þess að hafa verið meðvitaðir um það. Vel unnið hjá ykkur kæru 8 ára vinir.

© 2016 - Karellen