news

Skólasetning 23. ágúst

16. 08. 2021

Skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst og að þessu sinni í fjórum hópum. Það er gleðiríkt að geta boðið foreldra/forsjáraðila velkomna að gleðjast með okkur í stutta stund en við ítrekum þó mikilvægi þess að vera með grímur og virða fjarlægðarmörk. Miðað er við að hámark tveir fylgi hverju barni.

Tímasetningar og staðsetningar verða eftirfarandi:

Í salnum í Barnaskólanum:

Kl. 09:00 - 6 ára börn

Kl. 09:45 - 7 ára börn

Í salnum í skátaheimilinu:

Kl. 10:30 - 8 ára börn

Kl. 11:15 - 9 ára börn

Hver setning verður um 30 mínútna löng. Kennarar taka á móti ykkur, fara yfir það helsta fyrir veturinn, kjarnar verða opnir og starfsfólk til staðar. Við minnum á að skólaföt eru í boði þennan dag og EKKI verður um hefðbundna kennslu eða frístundastarf að ræða.

Þann 24. ágúst hefst kennsla kl. 08:15 og frístund skólans opnar fyrir þau börn sem hafa fengið samþykkt pláss.

© 2016 - Karellen