Innskráning í Karellen
news

Símalaus Barnaskóli

20. 09. 2023

Í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði er símanotkun barna óheimil í skólahúsnæði, á útisvæði og í frístundabíl. Velji börn og/eða foreldrar að senda þau með símtæki í skólann bera þeir ábyrgð á tækinu. Það er í boði að hafa slökkt á því eða á silent og geyma það í lokuðum lestrarvasa. Spjaldtölvur og önnur slík tæki í eigu skólans eru notaðar til náms í kennslustundum og undir verkstjórn kennara.

Verklagsreglur:

  • 1. Starfsmaður býður nemanda að setja tækið í lestrarvasann
  • 2. Vilji barnið ekki velja lið nr. 1 býður starfsmaður barni að afhenda sér tækið inni á kjarna og sækja það í lok skóladags. Einnig getur starfsmaður vísað barni til skólstjórnenda og tækið verður geymt á skrifstofunni.
  • 3. Séu þessar reglur ekki virtar, ekki farið eftir lið nr. 1 eða lið nr. 2 þá er haft samband við foreldra og þeir beðnir um að sækja tækið.


Hér er að finna reglur úr starfsáætlun Barnaskólans:

© 2016 - Karellen