Innskráning í Karellen
news

Létt á takmörkunum í skólastarfi

25. 02. 2021

reglugerð um sóttvarnartakmarkanir í skólastarfi tók gildi 24. febrúar þar sem létt var á fyrri takmörkunum.

Við í Barnaskólanum gleðjumst yfir því að nú er foreldrum, aðstandendum og öðrum utanaðkomandi loks heimilt að koma inn í skólabyggingar - að uppfylltum reglum um sóttvarnir. Við biðjum alla gesti að huga að persónubundnum sóttvörnum, spritta sig við innganga og bera ávallt grímu þegar komið er inn í skólann.

Nú er hámarksfjöldi barna í rými 150 og rúmast skólinn því í einu sóttvarnarhólfi. Það þýðir að allir inngangar eru opnir fyrir öll börn og foreldra/forsjárfólk.

© 2016 - Karellen