Innskráning í Karellen
news

Kennarar frá Hollandi í heimsókn í Barnaskólanum

09. 10. 2018

Á dögunum tókum við í Barnaskólanum á móti öflugum hópi kennara frá Hollandi sem var hér á landi til að kynnast íslenskri skólamenningu á öllum stigum skólakerfisins. Hjallíska módelið og skólastarfið var kynnt vel fyrir hópnum og gafst þeim tækifæri til að sjá börnin í vali, blöndun og hópastarfi. Skemmst er frá því að segja að öll sem eitt voru þau agndofa yfir því faglega og metnaðarfulla starfi sem fram fer í Barnaskólanum og því módeli sem unnið er eftir í Hjallastefnunni.

© 2016 - Karellen