Innskráning í Karellen
news

Vettvangsferð 5 ára barna.

06. 10. 2023

5 ára börnin okkar voru svo lánsöm að fá tækifæri til að heimsækja Perluna en þar var sýning á vegum Náttúruminjasafns Íslands. Um var að ræða spennandi upplifunarferð um sýninguna Vatnið í náttúru Íslands. Þar fengu börnin að kynnast mismunandi birtingarmyndum vatns, meðal annars með því að hlusta, snerta, sulla og skoða lífverur sem búa í vatninu. Börnin nutu vel og voru til fyrirmyndar.

© 2016 - Karellen