Innskráning í Karellen
news

Tónlistarævintýri á vegum Sinfóníu hljómsveitar Íslands

09. 03. 2022

5 og 6 ára börn í Barnaskólanum nutu þess að upplifa tónlistarævintýrið Veiða vind í dag. Verkið er ótrúlega spennandi og byggir á minninu um Ólav Riddararós. Seiðandi danstónlist, kraftmikið slagverk og riddaraleg lúðraköll einkenna þetta framúrskarandi barnaverk. Kynnir og sögumaður á tónleikunum er Halldóra Geirharðsdóttir og hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Við vorum svo lánsöm að fá boð á sýninguna en verkið var helst ætlað elstu börnum í leikskóla og fyrstu bekk í grunnskóla. Skemmtilegt uppbrot hjá þessum hópum í dag.

© 2016 - Karellen