Innskráning í Karellen
news

Stuttar vettvangsferðir með skólabílnum

21. 09. 2023

Í heilan mánuð höfum við í Barnaskólanum verið svo lánsöm að hafa okkar “eigin” skólabíl sem er sérstaklega ætlaður í frístundarakstur. Það er skemmtilegt að segja frá því að auk þessara ferða þá hefur aðgengi að bílnum boðið upp á skemmtilega viðbót við starfið okkar. Börn og starfsfólk hafa notið þess að fara í stuttar vettvangsferðir á kennslutíma. Þá má helst nefna Hvaleyrarvatn og Álftanesið.


© 2016 - Karellen