Innskráning í Karellen
news

Samvinna heimilis og skóla - Lestrarátak!

21. 03. 2022

Tveggja vikna lestrar- og skriftarátaki sex ára barna var að ljúka rétt í þessu. Á lokadegi átaksins mættu börn og kennarar í náttfötum með bangsann sinn og greindi hvert barn frá sínum bangsa. Sú ákvörðun var tekin í samráði við börnin þar sem um lýðræðislegan fund var að ræða áður en átakið hófst - sannkallaður uppskerudagur!

Daglega las hvert barn texta eða smáorð sem birtast á lestarspilum/spjöldum. Spjöldin eru ólík og er það liður í því að mæta ólíkum þörfum hjá hverju barni, einnig lásu börnin heima í bókum eða öðru efni sem kennari var búinn að finna til með þarfir hvers barns í huga. Foreldrar voru að sinna þessu vel með börnunum sínum og því varð árangur mjög fljótt sýnilegur. Þeir voru hvattir til þess að styðja við börnin með ákveðnum hætti. Þá voru þeir beðnir um að leggja áherslu á það að börnin hljóði sig í gegnum orðin í heimaskriftinni og skrifi þau án þess að hafa þau fyrir framan sig. Árangurinn stóð ekki á sér og hefur börnunum farið mjög mikið fram í skrift og sjálfstraust þeirra aukist í hlustun og skráningu. Í hvert skipti sem þau lásu og skrifuðu fengu börnin miða sem var hengdur upp á vegg - öll börn höfðu sama tækifæri til að fá slíkan miða. Ormurinn óx hratt og varð þeim fljótt mikil hvatning til að gera enn betur. Vel gert kæru sex ára vinkonur og vinir.

© 2016 - Karellen