Innskráning í Karellen
news

Leikskólaeining Barnaskólans

30. 08. 2022

Nú hefur elsti kjarninn sem starfaði á Leikskólanum Hjalla flutt sig yfir í Barnakólann. Reglulegar heimsóknir stóðu yfir um vorið og svo aftur í haust. Starfsfólk sem starfaði með þeim í Hjalla kom þá með þeim yfir í Barnaskólahúsnæðið ásamt því að starfsfólk Barnaskólans heimsótti þau í Hjalla. Þessir flutningar marka ákveðin tímamót í sögu skólans því í ár er í fyrsta skipti um formlegan samrekstur á leik- og grunnskólastigi að ræða. En í vor var undirritaður þjónustusamningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Hjallastefnunnar um starfsemi leikskóla fyrir 5 ára börn sem viðbót við grunnskólastarfsemi fyrir 1.-4. bekk. 5 ára leikskólakjarnar hafa þó starfað í húsnæði Barnaskólans frá því í febrúar 2019 en starfsleyfið var fram til þessa í Hjalla.

Við hlökkum til að styrkja 5 ára leikskólastarfið okkar enn frekar í vetur!

© 2016 - Karellen