news

Jóga í Barnaskólanum!

03. 05. 2021

Kæru fjölskyldur í Barnaskólanum ❤

Við sendum ykkur fallegar kveðjur inn í vikuna og deilum með ykkur broti af jóga gleði skólans ☀️

Í vetur hafa börnin notið þess að fá kennslu í barnajóga. Kristín Salín er búin að fara á milli allra hópa í skólanum og eru 5 ára börnin nú að njóta í síðustu lotu vetrarins. Hér má sjá flottan hóp 5 ára drengja æfa sig í hinum ýmsu jógastöðum: trénu, hundinum, kettinum, barninu og hetjunni. ????????♀️????????????♀️????????♂️ Jóga veitir börnum bæði líkamlega og andlega vellíðan. Það bætir jafnvægi, styrk og þol og er einnig talið efla einbeitingu, sjálfstraust og námsárangur.

Namaste ????

© 2016 - Karellen