Innskráning í Karellen
news

Heimalestur

16. 08. 2023

Heimlestur barna í samvinnu við foreldra/forsjáraðila og starfsfólks skólans hefur mikið vægi. Börnin lesa a.m.k. einu sinni á dag upphátt fyrir kennara og/eða önnur börn og er þeim tamið að lesa á hverjum degi heima fyrir foreldra eða fjölskyldu. Áhugasvið barna er fjölbreytt og í samráði við kennara er mikilvægt fyrir foreldra/forsjáraðila að mæta þeirri áskorun heima. Þarfirnar eru ólíkar og því eru engin ráð tæmandi þegar þau eru veitt en hér eru þó nokkur sem hafa/geta reynst vel þegar barn les heima fyrir sitt fólk:

1. Vellíðan er mikilvægari en lengd texta og/eða mínútur

2. Veljið texta í hæfilegri þyngd - Of þungur texti eykur líkur á niðurbroti

3. Hrósið fyrir litlu sigrana - Þeir eru stóru sigrarnir

4. Veljið umhverfi sem hentar

5. Veljið líkamsstöðu sem hentar

6. Endurtekning er góður kostur

7. Vöndum vel hvenær við leiðréttum barnið

8. Lesið fyrir barnið

9. Sýnilegur árangur - stutt bók og/eða textabrot sem klárast

10. Þú ert sérfræðingurinn í þínu barni - ekki vanmeta það

© 2016 - Karellen