Innskráning í Karellen
news

Grunnskólastarfið hafið

30. 08. 2022

Nú hefur Barnaskólinn verður settur í 15. sinn sem sjálfstætt starfandi skóli. Upphaf þessa skólaárs markar ákveðin tímamót í sögu skólans en gerður var tímamóta samningur milli sveitarfélagsins og Hjallastefnunnar þegar skrifað var undir þjónustusamningur sem kveður á um að 100% framlag fylgi hverju hafnfirsku barni sem stundar nám við skólann. Skólagjöld við skólann heyra loksins sögunni til. Fyrir skóla sem starfar eftir jafnréttisstefnu er þetta gríðarstór áfangi að vera loksins raunverulegt val fyrir fjölskyldur. Í vetur verða 125 börn í Barnaskólanum þar af 85 börn á grunnskólaaldri og 40 fimm ára börn og starfsfólk verður á milli 30-40 talsins.Við stöndum áfram frammi fyrir þeirri áskorun að húsnæði skólans rúmar ekki alla og því eru nú risin færanleg kennslueining á malarplaninu norðan við húsið.Um er að ræða 150m2 bjartar og fallegar kennslustofur sem eftir hugmyndaleit og lýðræðislega kosningu meðal starfsfólks, allt í anda Hjallastefnunnar, fékk húsið nafnið Kotið. Kotið er hugsað sem tímabundin lausn á meðan unnið er að því að skipuleggja og hanna viðbyggingu við Barnaskólahúsið sjálft.

Hlökkum til samstarfsins í vetur kæru fjölskyldur!

© 2016 - Karellen