Innskráning í Karellen
news

Aðventuheimsókn á Hrafnistu

05. 12. 2022

Í Barnaskólanum í Hafnarfirði er komin margra ára dýrmæt og gefandi hefð fyrir því að öll börn skólans labba saman með kennurum sínum upp á Hrafnistu og syngja af sinni alkunnu snilld fyrir vinkonur og vini sem þar búa. Eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs gátum við loksins tekið upp þráðinn að nýju og fórum í morgun og sungum fyrir vini og vinkonur á Hrafnistu. Að söngnum loknum færðu börnin íbúum síðan heimatilbúin kort með fallegri kveðju í. Þetta er ávallt falleg stund þar sem ungir og aldnir græða á fallegri samveru. Á myndinni má sjá föngulega barnahópinn ganga saman frá Barnaskólanum og svo syngja af miklum kærleik á Hrafnistu.

© 2016 - Karellen