news

Ungur nemur gamall temur

25. 10. 2019

Á Hrafnistu í Hafnarfirði fer sundkennsla Barnaskólans fram í vetur. Þar er að finna kjöraðstæður fyrir börn og kennara að ógleymdu frábæru fólki sem býr þar og starfar. Þá daga sem sundkennsla fer fram er kraftur og hreysti við völd hjá börnum jafnt sem kennurum því fyrir og eftir sundkennsluna ganga þau saman innan hverfis til og frá Barnaskólanum. Hafa móttökur allra á Hrafnistu verið til fyrirmyndar og hlökkum við mikið til að starfa áfram með þeim í vetur!

© 2016 - Karellen