Innskráning í Karellen
news

Sungið fyrir vinkonur og vini á Hrafnistu

11. 12. 2019

Í Barnaskólanum í Hafnarfirði er komin margra ára dýrmæt og gefandi hefð fyrir því að öll börn skólans labba saman með kennurum sínum upp á Hrafnistu og syngja af sinni alkunni snilld fyrir vinkonur og vini sem þar búa. Færa börnin þeim síðan heimatilbúin kort með fallegri kveðju inn í. Þetta er ávallt falleg stund þar sem ungir og aldnir græða á fallegri samveru. Börnin okkar hlutu í ár tilnefningu til Hvatningarverðlauna foreldraráðs Hafnarfjarðarbæjar vegna þessarar fallegu hefðar sem komin er til að vera. Á myndinni má sjá fallega hópinn okkar syngja af miklum kærleik.

© 2016 - Karellen