news

Sumarfrístund í júní fyrir grunnskólabörn - Opið fyrir skráningar!

13. 04. 2021

Sumarfrístund Barnaskólans verður opin frá 9. júní – 2. júlí 2021

Dagana 9. júní – 2. júlí verður boðið upp á sumarfrístund í Barnaskólanum í Hafnarfirði. Starfinu verður stýrt með gleði og fagmennsku eins og starfsfólki skólans er lagið og að sjálfsögðu verða kunnugleg andlit sem þekkja starfið og börnin í Barnaskólanum. Hér má finna dagskrá fyrir vikurnar sem eru í boði í sumar - sumarfrístund 2021 í júní.pdf

Frístundin verður opin frá kl. 8 - 16 og í boði er að kaupa hálfa eða heila daga viku í senn. Verð í sumarfrístund er hið sama og í öðrum frístundaheimilum Hafnarfjarðar að undanskildu fæðisgjaldi nema foreldrar kjósi að senda barn með nesti. Við mælumst eindregið til þess að foreldrar velji að hafa barn í fæði í skólanum þar sem heitur matur er eldaður á staðnum og fæðisgjaldi er stillt í hóf. Ein vika, heill dagur frá 8:00-16:00 með morgunmat, ávöxtum, hádegisverði og nónhressingu kostar 13.792 . Frekari upplýsingar um verð og skráningarform má finna hér!


© 2016 - Karellen