news

Sumarfrístund Barnaskólans verður opin frá 8. júní til 3. júlí

05. 05. 2020

Dagana 8. júní – 3. júlí 2020 verður boðið upp á sumarfrístund í Barnaskólanum í Hafnarfirði. Starfinu verður stýrt með gleði og fagmennsku eins og starfsfólki skólans er lagið og að sjálfsögðu verða kunnugleg andlit sem þekkja starfið og börnin í Barnaskólanum. Frekari upplýsingar um dagskrá mun berast á næstu dögum.

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu hefur verið tekin sú ákvörðun að halda sömu verðskrá og síðasta sumar.

Verðskrá sumarskólans
Ein vika, heill dagur með morgunmat, hádegisverði og nónhressingu, kl. 8.00–16.00, 19.900 kr.
Ein vika, hálfur dagur með morgunmat og hádegisverði, kl. 8.00–13.00, 12.500 kr.
Ein vika, hálfur dagur síðdegis með nónhressingu, kl. 13.00–16.00, 7.650 kr.
Umfram klukkustund í eina viku, 1.600 kr.

20% afsláttur er af 4. viku.
35% systkinaafsláttur er veittur af kostnaði annars eða fleiri barna í sumarskólanum.
Vinsamlegast athugið að sumarfrístundin er lokuð 17. júní og sama verðskrá gildir allar vikurnar óháð því.

Sé nýttur stakur dagur þarf að semja við starfsfólk sumarskólans og er best að gera það næsta virka dag á undan til að hægt sé að skipuleggja starfið með fyrirvara um fjölda barna.

Skráningarform má finna hér:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScLSNGNF8gSOC3jHJfm9zDG6d51al0o85gtu-TqV4a8lAnPsQ/viewform

Foreldrar 5 ára barna: Dagana 6.–20. ágúst verður boðið uppá skólanámskeið fyrir verðandi grunnskólabörn (fædd 2014). Frekari upplýsingr munu berast á næstu vikum.

© 2016 - Karellen