news

Sparifatadagurinn

21. 01. 2020

Föstudaginn 10. janúar var árlegi sparifatadagurinn okkar. Sama dag var haldin hátíðlegur söngfundur þar sem öll börn skólans komu saman, bæði frá leikskólakjarna og 1.-4. bekkjar. Börnin sungu að venju af mikilli innlifun. Leik- og söngatriði voru flutt af stakri snilld og afmælissöngvar sungnir fyrir þau sem höfðu átt afmæli þá vikuna. Á myndinni má sjá notalega stemmingu sem endaði með miklum gleðisöng og sprelli saman.

© 2016 - Karellen