news

Skólastarfið hafið

24. 08. 2020

Með gleði í hjarta tók þéttur og metnaðarfullur hópur starfsfólks Barnaskólans á móti galvöskum grunnskólabörnum í morgunsárið fyrsta skóladag þessa skólaárs.

Að Hjallastefnu sið hefjum við skólaárið á agalotu og tökum í þessari viku fyrir lykilorðið virðing. Líkt og kom fram á skólasetningu erum við full tilhlökkunar að takast á við það spennandi verkefni að útvíkka starfsemi skólans út í skátaheimili og brydda upp á nýjungum, svo sem danskennslu.

Foreldrar og börn sem hafa valið að vera með okkur í vetur! TAKK FYRIR TRAUSTIÐ!

© 2016 - Karellen