Innskráning í Karellen
news

Skólaslit og útskrift 5. júní

26. 05. 2020

Kæru fjölskyldur

Skólaslit Barnaskólans munu fara fram með öðrum hætti en lagt var upp með í fyrstu. Í stað þess að gleðjast öll saman í Víðistaðakirkju mánudaginn 8. júní munum við slíta þessu viðburðaríka ári í minni hópum á nýjum tíma.

Skólaslitin verða eftir kennslu föstudaginn 5. júní undir berum himni beint fyrir utan Barnaskólann (eða í Skátaheimilinu ef veðurguðirnir verða okkur ekki hliðhollir).

Skólaslitin munu fara fram á milli kl. 13:30 og 15:30 og útskrift leikskólabarna á milli 15:30 og 16:30.
Hver kjarni fær úthlutaðan sérstakan tíma.

13:30 - 6 og 7 ára stúlkur

14:00 - 6 og 7 ára drengir

14:30 - 8 og 9 ára stúlkur

15:00 - 8 og 9 ára drengir

15:30 - 5 ára stúlkur

16:00 - 5 ára drengir

Allur dagurinn verður með breyttu sniði þar sem börn og kennarar munu gleðjast saman á milli kl. 8:30 og 13:30 með aðkomu foreldrafélagsins. Starfsfólk skólans mun alfarið fylgja börnunum fram að skólaslitum hvers hóps. Í beinu framhaldi slítum við skólaárinu að hjallískum sið með börnum og fjölskyldum þeirra - hver á sínum tíma.

Hlökkum til að gleðjast saman og vonumst einlæglega eftir þátttöku ykkar þegar ykkar barn kveður inn í sumarið.

Eins og áður sagði voru slitin áætluð mánudaginn, 8. júní í Víðistaðakirkju og samkvæmt samþykktu skóladagatali var um að ræða skertan dag á milli kl. 9-10 og vorhátíð á vegum foreldrafélagsins áætluð í beinu framhaldi. Breytingin felur því í sér skertan dag sem færist eftir kennslu samkvæmt stundaskrá föstudaginn 5. júní.

Sólríkar kveðjur,
Starfsfólk Barnaskólans

© 2016 - Karellen