news

Skólasetning Barnaskólans í Hafnarfirði

21. 08. 2019

Skólasetning 1. - 4. bekkjar í Barnaskólanum fór að venju fram í Víðistaðakirkju þar sem Hildur skólastýra og Magga Pála vinkona okkar settu saman skólann. Guðmundur píanóleikari með meiru og faðir hjá okkur spilaði undir skólasönginn okkar og Vikivaka. Við tökum komandi skólaári fagnandi og er það vel við hæfi að enda á að vitna í frumsamdar vísur sem skólastýran okkar flutti við setninguna:

Í dag erum við ekkert að dóla

Því í dag setjum við skóla

Uppá gleði munum bjóða

Börn með kinnar rjóðar

Það er okkur öllum í hag

Að jafnréttið ríkji í dag

Því það er okkar fag

Nótt sem dag

Í Barnaskólanum er öryggi og festa

Það kallar fram allt það besta

Í hópatíma þarf ekkert að þjóta

Þar ríkir traust og tími til að njóta

Réttu verkfærin þarf að finna

Því allir hafa eitthvað að vinna

Þar er aldrei spurning um hvað

Við einfaldlega höldum af stað

Ef við börnin að verðleikum metum

stöðuna rétt metum

Og áfram þau daglega hvetjum

Við klárlega allt getum!

Kæru fjölskyldur og samstarfsfólk

Samfélag okkar hefur vaxið og dafnað

Og við dýrmætum minningum safnað

Á þessu skólaári verður engin undantekning


© 2016 - Karellen