news

Skólasetning Barnaskólans í Hafnarfirði

20 Ágú 2019

Við hlökkum mikið til að hitta ykkur á morgun kl. 13:00 í Víðistaðakirkju á skólasetningu Barnaskólans í Hafnarfirði!

Börn mæta með foreldrum/forsjáraðilum sínum í kirkjuna og þar munum við syngja og gleðjast saman. Að stundinni lokinni ganga fjölskyldur saman með kennurum hópanna yfir í Barnaskólann og fá helstu upplýsingar um starfið í vetur.

Athugið að engin frístund eða kennsla verður þennan dag! Fimmtudaginn, 22. ágúst hefst kennslan og frístundarstarf skólans. Skráning í frístundarstarfið fer fram á eftirfarandi slóð:

http://bskhfj.hjalli.is/ Skolastarfid/Fristund

Af gefnu tilefni verður skráningin í frístundina opin fram í miðjan september fyrir þann mánuð. Í lok september (allar tómstundir ættu að liggja fyrir ) munum við gera þær kröfur að allar skráningar/breytingar berist fyrir mánaðarmótin (20.sept).

Að venju minnum við á skólafötin okkar góðu sem hafa verið að streyma inn til okkar þessa dagana. Allar pantanir sem hafa borist eru komnar á Hjallabrautina - þær sem berast í dag verða vonandi komnar fyrir setninguna - við munum gera okkar allra besta! Athugið: Við tökum við öllum pöntunum inná eftirfarandi slóð https://vefverslun.hjalli.is/ products/skoli

Hlökkum til að hitta ykkur ????