news

Skólanámskeið fyrir verðandi grunnskólabörn

02. 07. 2020

Boðið verður upp á skólanámskeið dagana, 6.-20. ágúst fyrir börn fædd árið 2014 og hefja nám á 6 ára kjarna skólans í haust.

Skólanámskeiðið verður frá 08:00-16:00 og fyrirkomulagið er sérstaklega hugsað sem undirbúningur fyrir grunnskóla.

Umsjón með skólanámskeiðinu mun Sonja Rut hafa en hún er fimm ára börnunum vel kunnug þar sem hún starfaði með þeim á vormánuðum. Henni til aðstoðar verða starfsmenn úr frístund skólans sem þekkja starfið vel enda fyrrum nemendur í Hjallastefnunni.


Verðskrá fyrir skólanámskeið


6.-7. ágúst - Tveir dagar

Heill dagur með morgunmat, hádegisverði og nónhressingu kl. 8.00 - 16:00, 7.960 kr.

Hálfur dagur með morgunmat og hádegisverði, kl. 8.00-13.00, 5.000 kr.

Hálfur dagur síðdegis með nónhressingu, kl. 13.00-16.00, 3.060 kr.

Umfram klukkustund milli kl. 13:00-14:00, 640 kr.


10.-14. ágúst - Heil vika

Ein vika, heill dagur með morgunmat, hádegisverði og nónhressingu, kl. 8.00-16.00, 19.900 kr.

Ein vika, hálfur dagur með morgunmat og hádegisverði, kl. 8.00-13.00, 12.500 kr.

Ein vika, hálfur dagur síðdegis með nónhressingu, kl. 13.00-16.00, 7.650 kr.

Umfram klukkustund milli kl. 13:00-14:00, 1.600 kr.


17.-20. ágúst - Fjórir dagar

Heill dagur með morgunmat, hádegisverði og nónhressingu, kl. 8.00-16.00, 15.920 kr.

Hálfur dagur með morgunmat og hádegisverði, kl. 8.00-13.00, 10.000 kr.

Hálfur dagur síðdegis með nónhressingu, kl. 13.00-16.00, 6.120 kr.

Umfram klukkustund milli kl. 13:00-14:00, 1.280 kr.


Skráningarform má finna HÉR

Dagskrá skólanámskeiðsins má finna HÉR


Fyrirspurnir varðandi skólanámskeiðið berist á barnaskolinnhfj@hjalli.is

© 2016 - Karellen