Innskráning í Karellen
news

Námskynningar og Podcast

28. 09. 2020

Í ár fóru námskynningar Barnaskólans fram með rafrænum hætti. Umsjónarkennarar sendu fjölskyldum kynningu á starfinu í vetur ýmist í formi myndbrota, myndbanda eða textabrota. Um er að ræða glærur sem búið er að talsetja, myndir og myndbönd úr starfinu og myndband af kennurum útskýra starfið. Allar kynningarnar fela í sér frekari útskýringar á eftirfarandi: námsþáttum, námsmati, kennsluaðferðum og praktískum atriðum. Okkur í Barnaskólanum þykir ávallt virkilega vinalegt að fá fjölskyldur til okkar í skólann en í ár þökkum við fyrir tæknina og vonum að allir gefi sér tíma til að horfa. Til viðbótar hvetjum við ykkur til að hlusta á Podcast-ið Hjallastefnan heima. Þar er að finna frekari upplýsingar um starfið og góð ráð sem fjölskyldur geta stuðst við inná heimilum. Þar er finna nokkra þætti og ólíka viðmælendur sem allir eiga það sameiginlegt að starfa innan stefnunnar. Þættina er alla að finna inná spotify og apple podcast sem og á beinum hlekk. Hér eru upplýsingar um nýjasta þáttinn ????

Spotify: https://spoti.fi/2GJ9aQC

Apple podcast: https://apple.co/3idOkXb

Beinn hlekkur: https://bit.ly/2DIIoqh

© 2016 - Karellen