Innskráning í Karellen
news

Jólagleði og kærleikur

19. 12. 2019

Í dag var síðasti dagur grunnskólans fyrir jólafrí og margt gert til skemmtunar með vinum okkar á 5 ára kjörnum. Við byrjuðum daginn okkar á valtíma og leik og héldum svo yfir í skátaheimilið þar sem við héldum jólaballið okkar að hjallasið þar sem kærleikurinn og gleðin ríkti við völd. Við fengum góða gesti í heimsókn sem voru þau Jólafía og Jólafur frá Sirkusi Íslands - þau eru jólaálfar sem kunna heldur betur að skemmta börnum og tóku þátt í gleðinni með okkur. Við fengum ómetanlegt foreldraframlag eins og oft áður frá honum Guðmundi sem spilaði undir sönginn á píanó og kunnum við honum miklar þakkir fyrir. Sigurjón kokkur og Birta framreiddu jólamatinn sem var hangikjöt með tilheyrandi og ís í desert.

Starfsfólk Barnaskólans sendir kærleikskveðjur og óskar ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar.


© 2016 - Karellen