news

Jákvæðni - ákveðni - hreinskiptni - bjartsýni - gleði

27. 01. 2020

Í janúar er jákvæðnislotan okkar að venju og er sú lota annað stig einstaklingsþjálfunar. Lotulyklarnir þar eru ákveðni, hreinskiptni, bjartsýni og gleði. Uppskeruvikan er svo Gleðivika þar sem rík áhersla er lögð á gleðilega og uppbyggjandi samveru eins og okkur er lagið yfir allt skólaárið. Jákvæðnilotan er upphaf nýrrar annar og gefur tóninn fyrir vorönnina með jákvæðnina og gleðina í fararbroddi. Vitaskuld er jákvæðni alltaf í fyrirrúmi alla daga skólaársins en þarna gefst markvisst tækifæri til að formgera jákvæðniæfingar. Vinna með jákvæð orð og jákvæðar setningar, æfa leikrit um jákvæða og neikvæða hegðun, syngja gleðisöngva og fleira sem unnið er með. Jafnframt gefst tækifæri til að fjalla um bjartsýni og hvernig bjartsýnin birtist okkur. Af mörgu er að taka og eins og börnin segja - "ef maður er bjartsýnn þá gengur allt svo miklu betur" ! Á myndinni eru 6 ára drengir að leira stafina jákvæðni - hreinskiptni - gleði og bjartsýni sem eru m.a. lykilorð lotunnar.

© 2016 - Karellen