Innskráning í Karellen
news

Hátíðarkveðjur

22. 12. 2020

Starfsfólk Barnaskólans í Hafnarfirði sendir ykkur öllum hlýjar hátíðarkveðjur með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

Í ár styrkti Barnaskólinn Flugbjörgunarsveitina með kaupum á jólatrjám fyrir jólasöngfundina sem börnin skreyttu með jólaskrauti sem þau föndruðu í skólanum.

Við vorum svo lánsöm að fá þær stöllur, Hildi og Betu, til að spila og syngja með okkur á söngfundunum. Eins og flestum er eflaust kunnugt um þá hafa þær séð um ófáar tónlistarlotur á Hjalla og í Barnaskólanum og árangurinn ekki staðið á sér - svo við erum mjög þakklát fyrir þeirra framlag á jólasöngfundunum í ár.

Á sama tíma og við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar viljum við einnig þakka öllu skólasamfélaginu, sérstaklega foreldrum og börnum, fyrir frábæra samvinnu á árinu sem er að líða.

Hlýjar kveðjur,
skólastýrur og starfsfólk Barnaskólans

© 2016 - Karellen