Innskráning í Karellen
news

Grunnskólastarf hefst þriðjudaginn 6. apríl kl. 10 - leikskólastarf hefst á hefðbundnum tíma

03. 04. 2021

Ný reglugerð um skólahald sem kom út þann 31. mars krefst endurskipulagningar innanhúss. Því vekjum við athygli á því að grunnskólastarf Barnaskólans hefst þriðjudaginn 6. apríl kl. 10 - líkt og í öðrum grunnskólum í Hafnarfirði.

Það er þrennt sem við biðjum alla foreldra að virða:

- Engar innkomur ⛔

- Grímur þegar þið mætið með barn ????

- Spritta vel ????

Allar frekari upplýsingar varðandi framhaldið munu berast með tölvupósti 6. apríl. Þó er vert að taka það fram að skólastarf verður með hefðbundnu sniði þ.e. full kennsla í öllum námsgreinum samkvæmt áætlun. Frístund verður einnig með hefðbundnu sniði.

Starf á 5 ára leikskólakjörnum hefst á hefðbundnum tíma þann 6. apríl.

© 2016 - Karellen