news

Gleðilegt nýtt skólaár - göngum í takt og virðum sóttvarnir

04. 08. 2020

Við hlökkum til að taka á móti 5 ára börnum og foreldrum á leikskólakjarna á fimmtudaginn sem og verðandi grunnskólabörnum á skólanámskeið.

Þar sem við erum enn að glíma við heimsfaraldur nú þegar skólaárið hefst biðjum við fólk að sýna varkárni og hjálpast að við að virða sóttvarnarreglur. Við biðjum alla um að sótthreinsa hendur við komu í skólann og staldra eins stutt við og hægt er í anddyri skólans. Ef þið eruð með flensueinkenni og/eða ef fjölskylda er í sóttkví biðjum við ykkur að koma ekki í skólann.

Auk þess biðjum við ykkur að nota eftirfarandi innganga í stað þess að ganga í gegnum skólann:

- 5 ára stúlkur og foreldrar ganga inn um norðurenda hússins (við malarplanið - næst skátaheimilinu).

- 5 ára drengir og foreldrar ganga inn um miðjuinngang hússins (gult anddyri, fyrir neðan fánann).

- Börn á skólanámskeiði og foreldrar ganga inn um innganginn á pallinum.

Í anddyrinu munu kennarar taka á móti ykkur og vísa ykkur áfram að hólfi barnsins og inn á kjarna. Til að koma í veg fyrir mikinn fjölda foreldra í anddyrinu á sama tíma þá biðjum við ykkur um að hinkra úti í nokkrar mínútur ef þess gerist þörf - hjálpumst öll að.

© 2016 - Karellen