news

Gleðidagur í Barnaskólanum

09. 08. 2019

Þann 8. ágúst var mikill gleðidagur þegar 5 ára börnin af Hjalla byrjuðu skólaárið sitt á leikskólakjarnanum í Barnaskólanum. Einnig byrjaði skólanámskeiðið okkar fyrir verðandi grunnskólabörn sem verður fram að skólasetningu. Kennarar og börn hafa átt gott upphaf sem lofar góðu. Í fyrirrúmi er röð, regla og rútína sem einkennir starfið okkar og byrjar haustönnin að venju á agalotunni okkar þar sem virðing, hegðun, kurteisi og framkoma er æft sérstaklega. Við tökum saman á móti komandi skólaári með mikilli tilhlökkun. Á myndinni má sjá einbeitta 5 ára drengi í sögustund þar sem reynir vel á athygli, úthald og einbeitingu - flottur hópur.


© 2016 - Karellen