Innskráning í Karellen
news

Foreldraframlag - fræðsla

20. 11. 2019

Í dag vorum við svo heppin að fá foreldraframlag sem öll börnin á yngsta stigi Barnaskólans nutu góðs af. Það var hann Sverrir jarðfræðingur sem kom og fræddi okkur um hversu fjölbreytt starf jarðfræðinga er og m.a. hvernig öflin eldur og ís hafa mótað landið okkar, hvað er skriðjökull og hvernig nýtt land myndast á meðan hið eldra brotnar niður ásamt fleiri skemmtilegum upplýsingum sem börnin spurðu út í og nutu þess að hlusta á. Við færum honum þakkir fyrir skemmtilegt innlegg í daginn.

© 2016 - Karellen