Innskráning í Karellen
news

Erlendir tónlistarkennarar - gagngvirkir tónleikar

14. 10. 2018

Föstudaginn 12. október fengum við heimsókn í Barnaskólann þar sem Kirsten Juul Seidenfaden og Anders Møller, starfandi tónlistarkennarar við tónlistarháskóla í Danmörku buðu okkur upp á skemmtilega og fjölbreytta gagnvirka tónleika. Eru þau bæði margreyndir kennarar í tónlistarkennslu á öllum skólastigum. Börnin tóku vel undir og sýndi það sig glöggt að tjáning er ekki bara í gegnum sama tungumál með orðum heldur einnig í gegnum tónlistina og skynjun okkar í gegnum hana. Hildur Guðný tónlistarkennarinn okkar með meiru stóð fyrir því að við fengum þetta tækifæri og færum við henni þökk fyrir.

© 2016 - Karellen