news

Allt grunnskólastarf liggur niðri - 5 ára leikskólakjarnar opnir

26. 03. 2021

Líkt og kom fram í pósti sem barst foreldrum 6-9 ára barna við skólann síðastliðinn miðvikudag tók ríkisstjórn landsins þá ákvörðun að allir grunnskólar landsins skulu lokaðir þar til páskafrí tekur við.
Því er hvorki skólastarf né frístundastarf hjá grunnskólabörnum fyrr en eftir páska.

Von er á nýrri eða uppfærðri reglugerð um skólastarf að páskaleyfi loknu og komum við til með að upplýsa ykkur um fyrirkomulag skólahalds um leið og þær upplýsingar liggja fyrir.

Leikskólar hafa heimild til að starfa áfram og verða 5 ára kjarnar Barnaskólans opnir.

Páskakveðjur til ykkar kæru fjölskyldur,
skólastýrur Barnaskólans

© 2016 - Karellen