news

5 ára leikskólastarf eftir sumarleyfi

20. 07. 2020

Skólastarf á leikskólakjörnum Barnaskólans hefst á ný fimmtudaginn 6. ágúst eftir sumarleyfi.

Þá munu kjarnastjórarnir Auður og Guðrún ásamt öðrum kennurum og starfsfólki á leikskólakjörnunum taka á móti börnum sem eru að hefja nám á 5 ára kjörnum skólans.

Í fyrirrúmi verða röð, regla og rútína sem einkenna starfið okkar og byrjar haustönnin að venju á agalotunni okkar þar sem virðing, hegðun, kurteisi og framkoma eru æfð sérstaklega. Við hlökkum til að hefja með ykkur nýtt skólaár :)

Foreldrar fá tölvupóst þegar nær dregur með frekari upplýsingum.

© 2016 - Karellen